Skip to content

Skilmálar

Velkomin í vefverslun Brotins blaðs. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við Brotið blað. Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun Brotins blaðs samþykkir þú þessa skilmála.

Almennt
Brotið blað áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Þessi vefsíða er eign og rekin af Sítrus Studio ehf.

Höfundaréttur
 
Eigandi og höfundarétthafi verka á vefsíðunni (www.brotidblad.is), þ.m.t. vörumerki, myndir, texti, ljósmyndir og grafík, er Brotið blað, eign Sítrus Studio ehf., kt. 480120-0350, nema annað sé tekið fram, og er höfundarvarið af bæði íslenskum lögum og alþjóðalögum. Um höfundarétt gilda höfundalög nr. 73/1973, með áorðum breytingum. Með kaupum fær notanda afnotarétt af hönnun Brotins blaðs. Ekki má breyta, endurgera, fjölfalda, selja eða deila verkum, að hluta til eða í heilu lagi, með þriðja aðila án samþykkis höfundar. Þetta gildir einnig um drög og rafræn skjöl. Að öðru leyti en kveðið er á um í skilmálum þessum fer um notkun eftir meginreglu höfundaréttar um einkarétt höfundar til birtingar og eintakagerðar af verkum sínum. Ef brotið er á höfundarétti og/eða skilmálum kaupa hefur seljandi rétt á að sækja fjárhagslegar bætur til notanda og/eða óheimila afnot notanda á verkunum.

Vörur

Vörur í vefverslun okkar, brotidblad.is, eru framleiddar af fyrirtækinu. Vörurnar eru til persónulegra nota eingöngu. Undir engum kringumstæðum er heimilt að stunda endursölu á vörum okkar án tilskilinna leyfa. Við áskiljum okkur rétt til að stöðva afgreiðslu pantana eða halda hluta þeirra, ef talið er að þær brjóti í bága við þessa skilmála.

Nákvæmni upplýsinga

Heimasíða okkar er uppfærð reglulega og þó við reynum eftir fremsta megni að leiðrétta villur sem koma upp getum við ekki ábyrgst fyllilega að allar upplýsingar á síðunni séu réttar eða uppfærðar. Því eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir. Ef þú rekst á eitthvað sem ekki er rétt, vinsamlegast láttu okkur vita á brotidblad@brotidblad.is. Við kappkostum að hafa réttar lýsingar og vörumyndir í vefverslun okkar. Á heimasíðu okkar reynum við eftir fremsta megni að sýna liti á vörum okkar eins líka því og þeir verða þegar þeir eru prentaðir. Að því sögðu getur þetta verið ögn flókið. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun getur verið að ræða miðað við hvernig liturinn kemur út á skjá og hvernig hann kemur út prentaður. Þetta fer einnig eftir pappírsgerð. Ef þetta er eitthvað sem þið hafið áhyggjur af, hafið þá samband á brotidblad@brotidblad.is 

Verðlagning & greiðsla

Öll verð í vefverslun eru endanleg og innihalda virðisaukaskatt. Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og geta breyst án fyrirvara. Við áskiljum okkur rétt til að ljúka ekki viðskiptum ef rangt verð hefur verið gefið upp. Mögulegt er að greiða pöntun í vefverslun með helstu debet- og kreditkortum og fer greiðsla fram í gegnum örugga greiðslugátt hjá Teya. Greiðslan mun birtast á kortayfirliti þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun. Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.


Afhendingartími & sending
Vörurnar okkar eru prentaðar eftir pöntunum og tekur um 1-3 daga að prenta þær, eftir að greiðsla hefur borist, áður en þær eru póstlagðar. Ferlið varðandi sérpantanir í heild sinni tekur mislangan tíma, en er í samráði við viðskiptavin og má kynna sér á heimasíðu. 

Vöruskil eða skipti
14 daga skilafrestur er á vörum okkar að því tilskildu að varan sé í upprunalegum umbúðum og í sama ástandi og hún var afhent. Ef um sérhönnun er að ræða bjóðum við ekki upp á skil eða skipti á þeim. Það er á ábyrgð viðskipavina að skoða vörurnar vel þegar þær berast og láta söluaðila vita innan 7 daga ef mistök hafa verið gerð af þeirra hálfu og/eða ef vörurnar eru gallaðar.

Gallar í prentun
Ef um sérhönnun er að ræða er send lokapróförk sem viðskiptavinir fá til samþykkis áður en efnið fer í prentun. Það er á þeirra ábyrgð að prófarkalesa og ganga úr skugga um að engin mistök séu áður hún er samþykkt. Brotið blað ber ekki ábyrgð á stafsetningar- eða innsláttarvillum sem berast okkur frá viðskiptavin. Ef prenta þarf efni aftur vegna þessa er það á ábyrgð viðskiptavinar og greiðir hann kostnað þess. Ef galli er á prentun af okkar völdum munum við annaðhvort prenta vörurnar aftur, viðskiptavini að kostnaðarlausu eða endurgreiða að fullu það sem gallað var. Sendingarkostnaður er í þessu tilviki greiddur af söluaðila. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. Skilmálar þessir gilda frá 20. janúar 2020.

Sítrus Studio ehf. — Kt. 480120-0350 — Tryggvagata 23, 101 Reykjavík — brotidblad@brotidblad.is