Skip to content

Smáa letrið


SMÁA LETRIÐ

Til hamingju með trúlofunina! Það gleður okkur mikið að þið séuð að hugsa um að vinna með Brotnu blaði að gerð bréfsefnis fyrir hjónavígslu ykkar. Markmið okkar er að gera ferlið eins einfalt og ánægjulegt og mögulegt er, því við vitum að þið hafið að mörgu að huga í undirbúningi fyrir stóra daginn. 

Við erum með nokkrar mismunandi hannanir af bréfsefnum í boði sem hægt er að velja á milli og veglegan pappír sem stendur til boða fyrir hvert og eitt. Þegar þið hafið skoðað það sem í boði er, veljið þið útlitið sem þið viljið og greiðið fyrir á síðunni okkar. Að því loknu munum við hafa samband og fá upplýsingar frá ykkur svo við getum hafist handa.

TÍMI

Vinsamlegast gerið ráð fyrir um 4 vikum frá greiðslu þar til útprentað efni berst ykkur. Við látum ykkur vita hvar við erum stödd í ferlinu á hverju stigi fyrir sig og látum ykkur vita þegar efnið hefur verið sent í prentun. Ef styttri tími en 4 vikur eru til stefnu vinsamlegast hafið samband og við skoðum hvað hægt sé að gera.SAMFÉLAGSMIÐLAR

Við erum stolt af því sem við gerum og laumumst stundum til að setja sýnishorn af því ásamt hönnunarferlinu á samfélagsmiðla okkar. Ef þið viljið síður að við gerum það, þar til boðskortin hafa verið send eða jafnvel þangað til eftir brúðkaup er það ekkert mál, vinsamlegast látið okkur vita af því. Ef þið viljið sjálf deila myndum af efninu, fögnum við því og þætti okkur vænt um að minnst væri á okkur eða við merkt á myndinni.


BRÉFLAUSIR VALKOSTIR

Þrátt fyrir að ást okkar á prentuðu efni og pappír hafi verið einn af þáttum í stofnun Brotins blaðs þá kemur fyrir að þörf er á að geta sent boðskort rafrænt. Ef þannig stendur á, látið okkur vita og við aðstoðum við það með glöðu geði. Þessi þjónusta er aðeins í boði sem viðbót við prentað efni en ekki ein og sér.


HANNANIR

Hvert útlit er hannað með sérvöldum leturgerðum og vandaðri uppsetningu. Þar sem hannanir okkar einkennast oft af leturnotkun, munum við setja upp efnið svo það passi best við nöfn ykkar og upplýsingar. Í einstaka tilfellum sendum við tillögur á ykkur til að velja úr. Stærri breytingar á hönnun, leturgerðum eða uppsetningu eru ekki leyfðar.

Við erum sífellt að uppfæra hannanir okkar og bæta við nýjum, svo fylgið okkur endilega á Facebook og Instagram eða komið við á síðunni til að sjá hvað er nýtt hverju sinni.

SÝNISHORN

Vinsamlegast hafið í huga að litir og áferðir gætu litið örlítið öðruvísi út í persónu heldur en það sem sést á skjánum. Við leggjum okkur fram við að sýna liti bréfsefna á síðunni eins nákvæmlega og hægt er, en að því sögðu er ekki hægt að ábyrgjast að litir á skjá komi eins út í prentun. Þetta fer einnig eftir pappírsgerð og lit hans. Ef þetta er eitthvað sem þið hafið áhyggjur af, hafið þá samband í gegnum síðuna til að fá sýnishorn send.


PAPPÍR

Pappírinn sem við notumst við fyrir bréfsefnin okkar heitir Munken og er frá Arctic Paper. Um er að ræða hágæða, óhúðaðan pappír sem er umhverfisvænn og vottaður skv. stöðlum FSC®, PEFC™ og EU Ecolabel.

Við bjóðum upp á tvær pappírstegundir frá þeim. Munken Polar Rough og Munken Pure Rough. Munken Polar er hvítur á meðan Munken Pure er kremaður. Pappírinn er óhúðaður (mattur) og 300 g.Ef annað er ekki tekið fram er allt efni á vefsíðunni hannað af Brotnu blaði og er eign þess. Því fylgir einkaréttur á hönnun og gilda höfundalög þar um, því má ekki breyta, endurgera, fjölfalda eða deila án okkar leyfis. Mikill tími, reynsla, þekking og ást hefur farið í vinnuna á bak við verk okkar. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast skoðið skilmálana neðst á síðunni.