Brotið blað var stofnað í byrjun árs 2020 af grafísku hönnuðunum Aroni Frey Heimissyni og Einari Guðmyndssyni og er lítil hönnunar- og prentstofa með ástríðu fyrir því að skapa fallegt bréfsefni fyrir viðburði af hvaða tagi sem er.

Við einbeitum okkur að því að skapa einföld, vönduð og fáguð bréfsefni fyrir nútímalegt fólk sem er djarft í einfaldleika sínum.

Brotið blað býður upp á allt prentað efni sem þarf í tengslum við viðburðinn, til að tryggja heilstætt og fallegt útlit.