Boðskortið er prentað beggja vegna í stærð A5 á óhúðaðan 300 g Munken-pappír. Tvær pappírstegundir standa til boða; Munken Polar Rough (hvítur) og Munken Pure Rough (kremaður). Val stendur á milli þriggja lita á texta, gulur, fjólublár og ryðappelsínugulur. Litaval fer fram í samtali við okkur eftir kaup. Hægt er að kaupa umslög með kortum, með eða án prentuðum upplýsingum um viðtakanda.
Frá því að pöntun er samþykkt getur tekið allt að 15 virka daga fyrir hana að berast tilkaupanda. Vinsamlegast kynnið ykkur pöntunarferlið og í hverju það felst hér.
Við mælum með að taka 10–15 kortum fleiri en reiknað er með að senda. Gott er að gera ráð fyrir kortum fyrir ykkur að eiga sem minjagrip sem og handa þeim sem fá boð seinna í ferlinu.
✦
Aðeins er hægt að breyta texta í þessari hönnun.
Prentun er innifalin í verði.
Framleiðslutími
Við prentum allt eftir pöntunum og tekur það ferli um 1–3 daga áður við póstleggjum.
Sendingar
Við sendum allar sendingar með Dropp. Einnig er hægt að fá vörurnar afhentar í versluninni Mikado, Hafnartorgi.
Skil á vörum
14 daga skilafrestur að því tilskildu að varan sé í upprunalegum umbúðum og í sama ástandi og hún var afhent.
Um okkur
Við sköpum einföld, vönduð og fáguð prentverk og bréfsefni fyrir nútímalegt fólk.