Skip to content

Pöntunarferli fyrir brúðkaup

FERLI PÖNTUNAR

I. Eftir að pöntun hefur verið gerð og greiðsla hefur borist okkur munum við hafa samband innan sólarhrings til að safna þeim upplýsingum sem þarf til að hefjast handa við gerð bréfsefnisins. Þá munum við senda ykkur skjal til útfyllingar skv. þeim vörum sem þið hafið pantað.

II. Eftir að skjalið berst ykkur fyllið þið inn viðeigandi upplýsingar og sendið okkur tilbaka í gegnum tölvupóst. Hönnunarferlið hefst um leið og við höfum fengið upplýsingaskjalið útfyllt tilbaka en þá hefjumst við handa við að sérsníða bréfsefnið sem pantað var.

III. Innan 3 daga frá því, munuð þið fá próförk af bréfsefninu ykkar þar sem við höfum sett inn ykkar persónulegu upplýsingar. Hér hafið þið tækifæri til að sjá hvernig bréfsefnið mun koma út, prófarkalesa og koma með athugasemdir varðandi texta. Við gerum breytingar á texta og minniháttar hönnunarbreytingar á þessu stigi. Innifalið í pöntuninni eru tvær prófarkir sendar með tölvupósti.

IV. Ef athugasemdir eru gerðar við próförk er hægt að gera ráð fyrir allt að 3 virkum dögum frá sendingu þeirra þar til uppfærð, lokapróförk berst ykkur. Í henni munu athugasemdir, ef einhverjar, hafa verið lagaðar. Tímaramminn gæti verið misjafn eftir breytingum á hönnuninni, textamagni og hversu hratt samskiptin okkar á milli ganga. Þetta er síðasta próförk áður en efnið fer í prentun. Frekari breytingar á hönnun og auka prófarkir verða gerðar skv. tímakaupi.

V. Eftir að próförk hefur verið samþykkt látum við ykkur vita þegar prentun hefst. Eftir þann tíma er ekki hægt að koma með athugasemdir eða breyta bréfsefninu á nokkurn hátt. 

VI. Gera má ráð fyrir að prentun og undirbúningur taki um 10 virka daga, en það fer eftir umfangi hverju sinni. Þegar við höfum lokið við að prenta efnið pökkum við því fallega inn og yfirförum að allt sé rétt áður en við sendum það áfram til ykkar eða það sé sótt í verslun.

 

PRÓFARKIR

Vinsamlegast gangið úr skugga um að þið farið vandlega yfir prófarkir og athugið innihald og stafsetningu. Þið fáið eina próförk til að yfirfara upplýsingar og texta og koma með athugasemdir, ásamt einni lokapróförk (ef þess þarf) áður en efnið fer í prentun. Ef þörf er á fleiri próförkum er rukkað fyrir það skv. tímakaupi. Ef þið komið auga á villur í efni frá okkur sem er ekki í texta sem þið sendið okkur, hafið þá samband við okkur um leið og við leiðréttum það, annaðhvort með að senda leiðrétt efni eða með endurgreiðslu. Sjáið skilmála neðst á síðunni fyrir frekari upplýsingar.

 

PRENTUN Á UMSLÖG

Umslög eru mikilvægur þáttur bréfsefnis en þau setja tóninn fyrir það sem koma skal og eru fyrstu kynni fólks af viðburðinum. Við bjóðum upp á að prenta nöfn og heimilisföng gesta á umslögin til að gefa þeim fágað útlit sem passar við heildarútlit viðburðarins. Hægt er að skoða umslögin hér.

— Frímerki eru ekki innifalin. Við tökum ekki ábyrgð á innsláttarvillum í skjalinu sem við fáum útfyllt frá viðtakanda. Allar upplýsingar verða prentaðar eins og þær standa þar.